Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Besti kötturinn

c_documents_and_settings_augl_my_documents_myndir_blogg_depill_1509200603.jpg

Þetta er  sko besti köttur í heimi, við köllum hann Depil.Við fundum hann heima þegar hann mjálmaði fyrir utan hurðina alveg þanga til að ég hleypti honum inn.Við settum hann í körfustólinn ,horfðum á Rocstar og fórum að sofa.Eftir að við slökktum ljósið var hann alltaf að koma uppí til okkar. Svo daginn eftir heyptum við honum út og ég fór í skólann. Þegar skólinn var búinn fór ég á fimleikaæfingu svo þegar ég kom heim var Depill kominn. Við gáfum honum að borða og settum hann í körfustólinn og fórum að sofa.Daginn eftir fór ég í skólann og skóladagurinn leið hratt.  Þegar ég kom heim gaf ég Depli að borða og lék við hann síðan ákvað amma að fara með Depil í Kattholt og sagði: "við eigum að fara með Depil í Kattholt og ef eigendur hans finnast ekki getum við tekið hann aftur en ef ekki,  fer hann aftur heim til sín" Ég samþykkti það og við fórum með hann í Kattholt þar sem hann er enn . Mér þykir ákaflega vænt um hann og vona, að ef enginn á hann, verði hann kötturinn minn. Ef hann á gott heimili, þá er það gott og ég vona að ég fái að fylgast með honum Depli mínum.  


Hesturinn minn

c_documents_and_settings_augl_my_documents_myndir_hestur.jpg

Hesturinn minn heitir Grána og er meri. Á hverjum deigi setum við amma hestana út. Amma á 2 hesta en ég bara einn. Hestarnir eru þá 3. Hestarnir hennar ömmu heita Hera og Sörli. Á sumrin eru þeir upp í sveit en á veturnar eru þeir í hesthúsi. Við amma reynum að fara sem oftast á hestbak. Ég er oftast langt á undan( eða eiginlega alltaf ) Ég fékk gránu Þegar Ég var sjö ára. Mamma keypti hana af ömmu.Ég Fór í fyrsta sinn á Gránu þegar ég var ný orðin 6 ára. Ég fór fyrst á hestbak 3 ára þá fór ég á meri sem hét Perla. Amma mín átti hana ( en núna er hún dáin).Ég lét teyma undir mér fyrsta árið. Núna er ég orðin 9 ára og verð 10 ára 4. Október. Ég elska hesta og ætla að verða Heimsmeistari í hestaíþróttum.Brosandi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband