17.9.2006 | 17:34
Besti kötturinn
Þetta er sko besti köttur í heimi, við köllum hann Depil.Við fundum hann heima þegar hann mjálmaði fyrir utan hurðina alveg þanga til að ég hleypti honum inn.Við settum hann í körfustólinn ,horfðum á Rocstar og fórum að sofa.Eftir að við slökktum ljósið var hann alltaf að koma uppí til okkar. Svo daginn eftir heyptum við honum út og ég fór í skólann. Þegar skólinn var búinn fór ég á fimleikaæfingu svo þegar ég kom heim var Depill kominn. Við gáfum honum að borða og settum hann í körfustólinn og fórum að sofa.Daginn eftir fór ég í skólann og skóladagurinn leið hratt. Þegar ég kom heim gaf ég Depli að borða og lék við hann síðan ákvað amma að fara með Depil í Kattholt og sagði: "við eigum að fara með Depil í Kattholt og ef eigendur hans finnast ekki getum við tekið hann aftur en ef ekki, fer hann aftur heim til sín" Ég samþykkti það og við fórum með hann í Kattholt þar sem hann er enn . Mér þykir ákaflega vænt um hann og vona, að ef enginn á hann, verði hann kötturinn minn. Ef hann á gott heimili, þá er það gott og ég vona að ég fái að fylgast með honum Depli mínum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.